“One moment can change your life.”

The Place Beyond the Pines er önnur kvikmynd leikstjórans Derek Cianfrance sem gerði hina vanmetnu Blue Valentine árið 2010. Þessi mynd virðist hafa skipt fólki í tvo hópa. Fólk annaðhvort fýlaði hana eða ekki. Þeir sem eru ekki hrifnir benda á að myndin er ójöfn, augljós, jafnvel klysjukennd og bara ekki nógu skemmtileg. Þetta er kaflaskipt mynd sem skiptir gjörsamlega um gír a.m.k. þrisvar á 140 mínútna sýningartímanum.

Sagan er epísk og hádramatísk, greinilega mikill metnaður þarna á ferð. Ég hafði mjög gaman af henni en fannst engu að síður svekkjandi að það vantaði bara herslumuninn upp á að hún yrði eitthvað virkilega sérstakt. Ekki hlusta á neikvæðu ef þið eigið hana eftir, gefið henni séns. Þetta er enginn Godfather en er engu að síður mjög flott kvikmynd frá áhugaverðum leikstjóra.

„You fucked up my son’s life, therefore, you fucked up my life.“

Leikstjóri: Derek Cianfrance (Blue Valentine)