„Two million years of evolution. One perfect killer.“

Þeir sem vilja ekki snaróða mannætufiska, berar stúlkur og blóðbað ættu að leita annað. Það sem er gaman við myndir eins og þessa er að þær taka sig alls ekki alvarlega. Það er alltaf eitthvað fyndið um að vera og horror atriðin eru svo brjáluð að það er ekki hægt annað en að brosa. Það er lögð áhersla á þessa stefnu með mönnum eins og Christopher Lloyd sem læt mad scientist taktana sína vaða óhindrað. Það er að auki cameo frá Richard Dreyfuss, einskonar homage til Jaws og Eli Roth mætir líka í litlu hlutverki. Elisabeth Shue (Back To The Future) og Steven R. McQueen fara með aðalhlutverkin en langbestur er Jerry O’Connell sem brjálaður leikstjóri. Svo er Ving Rhames líka á svæðinu.

Þetta er endurgerð af mynd Joe Dante frá 1978. Mér finnst endurgerðin betri en sú gamla í þessu tilviki. Alexandre Aja nýtir sér vel tölvutæknina til að sýna fiskana eins og Dante gat bara dreymt um. Það eru myndir eins og þessar sem fá mann til að íhuga á hvaða forsendum maður veitir stjörnur. Þetta er klárlega B mynd en hún er nákvæmlega myndin sem stefnt var að því að gera, hún er myndin sem seld var áhorfendum og hún er mjög skemmtileg næstum alltan tímann.

„It’s not cheating if it’s with another girl!“

Leikstjóri: Alexandre Aja (Heute Tension, The Hills Have Eyes, Mirrors, Horns)