Lesendur okkar kannast ef til vill við illa trúðinn Pennywise úr myndunum It, part 1 og 2 (eða jafnvel Stephen King bókinni). Trúðar ættu að vera nóg til að hræða líftóruna úr sumum, hvað þá þegar þeir eru illir djöflar sem ræna börnum. Einhverjum fannst það nauðsynlegt að endurvekja þennan gamla trúð og hræða nýjar kynslóðir og fékk leikarinn Bill Skårsgard það erfiða verkefni að taka við hlutverki Pennywise frá hinum ógleymanlega Tim Curry. Leikarinn ungi ætlar sér þó ekki að yfirgnæfa tilburði Curry heldur vill feta sína eigin leið með persónuna.

it-movie-2017-pennywiseÍ viðtali við Entertainment Weekly sagði leikarinn:

“Tim Curry’s performance was truly great, but it’s important for me to do something different because of that. I’ll never be able to make a Tim Curry performance as good as Tim Curry.”

Með viðtalinu birtist fyrsta myndin af honum í hlutverki og eins og glöggir lesendur (og aðrir með gleraugu) sjá þá er töluverður aldursmunur milli gamla It og hins nýja. Telja margir það vísa til þess að myndin muni fara nýja leið en í anda fylgja nýrri hryllingsmyndum þar sem mikið er gert úr „creepy“ andrúmslofti, barnslegum hrylling en án efa gamla góða leiktækja sena með hræðilegri vögguvísu.

Undirrituð er ekki seld á að þörf hafi verið á þessari endurgerð en aðrir eru gjörsamlega ósammála og hafa beðið eftir þessari í mörg ár.

Myndin er væntanleg í september á næsta ári þannig nægur tími fyrir þá hugrökku til að horfa á gömlu myndirnar.