“What made this the most diabolical murder weapon ever used?”

Peeping Tom er ein áhrifamesta hryllingsmynd allra tíma. Myndin kom út sama ár og Psycho og myndi flokkast undir slasher mynd, þó hún hafi komið út 18 árum fyrir myndir á borð við Halloween. Það sem maður tekur helst eftir er óvenju vönduð persónusköpun. Morðinginn er ekki vondur, heldur veikur og skemmdur eftir sálfræðitilraunir föður hans. Fórnarlömbin virka eins og raunverulegar persónur, ekki innantóm ungmenni á leið til slátrunar. Myndin er ekki blóðug en er engu að síður mjög áhrifamikil. Klassísk hryllingsmynd.

“Whatever I photograph I always lose.”

 

Leikstjóri: Michael Powell (The Red Shoes, Black Narcissus, A Matter of Life and Death)