„Only girls phone home.“

Paul er mynd er eftir snillingana Simon pegg og Nick Frost en þeir skrifuðu sjálfir handritið og fengu hinn sjóðheita (á þeim tíma) Greg „Superbad“ Mottola til að leikstýra. Simon og Nick eru nördar. Þeir eru nördar í myndinni og nördar í alvörunni. Þessi mynd er einskonar ástarljóð til vísindaskáldskaps og það er stöðugt vitnað í myndir og þætti eins og E.T., Close Encounters of the Third Kind, Aliens og X-Files.

Myndin byrjar eins og Spielberg mynd en breytist fljótlega í road grínmynd í anda Dumb and Dumber. Simon og Nick hitta geimveruna Paul, leikin af Seth Rogen. Paul er kjaftfor og afslappaður lítill gaur sem er skemmtilegt að þekkja. Það eru sniðugar hugmyndir í myndinni og ég skemmti mér ansi vel en get ekki sagt að ég hafi hlegið mjög mikið. Þetta er skemmtileg mynd en langt frá Superbad og Hot Fuzz og ljósár frá t.d. Shaun of the Dead.

„Motherfuckin’ tittysuckin’ two-balled bitch!“

Leikstjóri: Greg Mottola (Superbad, Adventureland)