„It explodes in the no-man’s land no picture ever dared cross before!“

Það eru til þúsund myndir um seinni heimstyrjöldina en allt of fáar góðar um þá fyrri. Þessi er sennilega sú besta. Skotgrafarhernaður er algjört brjálæði en gott efni í bíómynd. Þessi mynd fjallar um slíka vitleysa á milli Frakka og Þjóðverja árið 1914. Kirk Douglas leikur yfirmann sem fær það verkefni að stýra vonlausri árás í þeim tilgangi að ná nokkrum metrum í viðbót svo að yfirmaður hans fái stöðuhækkun. Í kjölfar árásar tekur við glórulaus herréttur sem undirstrikar geðveiki yfirmanna og brenglaðan hugsunarhátt. Douglas er magnaður í hlutverki sínu og Kubrick sýnir snilld sína með ótrúlegri myndatöku og flottum frásagnarstíl í sinni fyrstu alvöru kvikmynd í fullri lengd (The Killing var stutt og lítil).

Árið 1969 sagði Kirk Douglas um myndina: „There’s a picture that will always be good, years from now. I don’t have to wait 50 years to know that, I know it now“.

„There are few things more fundamentally encouraging and stimulating than seeing someone else die.“

Stjörnur: 4,5 af 5

Leikstjóri: Stanley Kubrick (Spartacus, 2001: A Space Odyssey, A Clockwork Orange, The Shining, Full Metal Jacket)