„He’s an ex-cop with a bad mouth, a bad attitude, and a bad seat. For the terrorists on flight 163 . . . he’s very bad news.“

Wesley Snipes átti nokkur góð ár áður en hann fór í fangelsi fyrir skattsvik og hefur varla sést síðan. Hann gerði auðvitað Blade myndirnar, New Jack City, Demolition Man, White Man Can´t Jump og auðvitað Passenger 57.

Þessi mynd er í grófum dráttum Die Hard í flugvél. Hann heitir meira að segja næstum það sama og Jon McClaine eða John Cutter. Þetta er ekki beint meistaraverk en hún er skemmtileg á svipaðan hátt og t.d. Air Force One.

„My instincts are to wax your ass all over this floor!“

Leikstjóri: Kevin Hooks (Strictly Business)