Að mati flestra Marvel-unnenda hefur ekki enn verið gerð almennilega traust Punisher-mynd, þrátt fyrir heilar þrjár ólíkar (og sjálfstæðar) tilraunir. Fyrst með Dolph Lundgren í titilhlutverkinu, síðan með Tom Jane og seinna meir Ray Stevenson.

Áður en Jon Bernthal prýðir okkur með sinni túlkun á Frank Castle í annarri seríu af Daredevil er vert að kíkja aðeins yfir farinn veg. Þessar þrjár myndir sem við höfum nú þegar fengu allar býsna vonda dóma, dræma aðsókn og hafa aðdáendur lengi deilt um það hver er skásta ‘guilty pleasure’ myndin af þeim; The Punisher (’89), The Punisher (’04) eða Punisher: War Zone (’08).

2008_punisher_war_zone_004

Þessi seinastnefnda hefur yfirleitt verið lítið í umræðum (enda fékk hún ekki einu sinni bíódreifingu hér á landi) og að utanskyldum Kevin Smith og Patton Oswalt hafa ekki mjög margir opinberlega varið þá ræmu. En leikstýran Lexi Alexander (Green Street Hooligans) hefur ekkert nema sælar minningar af War Zone og er enn hæstánægð með lokaniðurstöðuna.

Hún segir það vissulega leitt að myndin hafi ekki fallið í kramið hjá aðdáendum en telur hún líklegt að það hafi skaðað að fylgja svona fast á eftir The Dark Knight árið 2008, þegar standard ofurhetju-/myndasögumynda hafði geysilega hækkað:

„Ég fíla hana [War Zone]… Hér vorum við með litla mynd sem kostaði $22 milljónir og við bjuggumst aldrei við því að allir myndu bera okkur saman við ‘stóru strákana’. Þetta var enn á tímum þar sem ekki mikill peningur fór í svona myndir, og ég heyrði að Nolan hafi gert The Dark Knight fyrir um $300 milljónir, eða meira… algengustu viðbrögðin sem ég fékk var: ‘af hverju gerðiru þetta ekki meira eins og The Dark Knight??’

Myndin er meira í takt við myndasögurnar en margir halda. Í dag er ég stoltari af myndinni en ég var þá, þegar ég hugsaði: „Kannski er hún í rauninni ömurleg.“ En núna hugsa ég, ‘nei, allt sem átti að vera yfirdrifið í henni og pínu hallærislegt var viljandi gert. Þetta átti að alltaf að vera hálfkjánaleg B-mynd í líkingu við ’80s-myndir og í stíl við Punisher MAX-seríuna, og það er nákvæmlega það sem við enduðum á því að gera.“

Hér er viðtalið við Lexi í heild sinni:

 

Þá komum við að mikilvægustu spurningunni… hver lék svalasta Punisherinn?

revn2