“A place for dreams. A place for heartbreak. A place to pick up the pieces.”

Paris, Texas er listræn drama eftir hinn virta leikstjóra, Wim Wenders. Myndin fjallar um mann sem snýr aftur til siðmenningar eftir nokkra ára fjarveru og reynir að mynda tengsl aftur við fjölskyldu sína. Þetta er hæg mynd en þó aldrei leiðinleg. Söguþráðurinn er einfaldur en það eru flóknar tilfinningar á bakvið tjöldin og áhorfandinn hefur ekki allar upplýsingar um hvað gerðist fyrr en alveg í lokin. Þetta er virkilega góð og áhrifarík mynd.

Myndin er nr. 242 á lista imdb yfir bestu kvikmyndir allra tíma.

“I’m not afraid of heights. I’m afraid of fallin’.”

Leikstjóri: Wim Wenders (Wings of Desire, Until the End of the World)