“It was supposed to be the safest room in the house.”

Eftir að hafa skemmt mér vel yfir enduráhorfi á Gone Girl ákvað ég að kíkja aftur á aðra David Fincher mynd. Panic Room er mynd sem ég fýlaði ekkert allt of vel á sínum tíma. Sennilega spilaði það inn í að myndin kom beint á eftir Fight Club og stóðst ekki alveg samanburð við það meistaraverk. Panic Room er hinsvegar ekki svo slæm mynd. Reyndar er hún bara helvíti góð.

Þessi mynd gerist nánast öll inni í stóru húsi sem brotist er inn í. Jodie Foster og Kristen Stewart fela sig í öryggisherbergi svo að Forest Whitaker og Jared Leto nái þeim ekki. Nokkuð einfaldur grunnur fyrir þétt spennu drama sem fer nokkuð troðnar slóðir. Það sem hefur myndina upp á hærra plan er fyrst og fremst stórkostleg myndataka. Fyrir utan það er ekkert það einstakt við þessa mynd, en hún er klárlega fyrir ofan meðallag.

“If some idiot with a sledgehammer could break in, do you really think I’d still have a job?”

Leikstjóri: David Fincher (Se7en, Fight Club, Zodiac, Gone Girl, The Social Network)