“Rise up.”

Ég hafði gaman af fyrstu Pacific Rim myndinni þó svo að hún sé engan veginn fullkomin. Það var sennilega ekki góð hugmynd að halda áfram með seríuna án Guillermo Del Toro en útkoman er eitthvað nálægt því sem Michael Bay myndi gera. Þó myndi segja að þessi mynd sé betri en Transformers myndirnar.

John Boyega gerir sitt besta til að vera fyndinn og skemmtilegur en handritið hjálpar honum ekki mikið. Það er mikið af ótrúlega heimskulegum atriðum en maður verður gjörsamlega að slökkva á heilanum til að kúpla ekki út. Þegar maður er búinn að því má alveg hafa gaman að þessari vitleysu. Þessi bara rétt slapp en við þurfum ekki fleiri.

“Don’t mess with my toppings, man.”

Leikstjóri: Steve S. DeKnight (frumraun leikstjóra)