Aldrei hef ég nokkurn tímann skilið þetta geðtruflaða költ-æði fyrir The Boondock Saints, og hvernig handritið varð svona eftirsótt til að byrja með er mér svipuð ráðgáta. Hún er ekki alslæm (þökk sé Willem Dafoe með meistaralegan ofleik) og hefur vissulega sína aðdáendur en kosti myndarinnar koma lítið við fagtökum leikstjóra hennar. Gæðin á framhaldinu innsigluðu það hversu vondur kvikmyndagerðarmaður hann Troy Duffy er/var.

boondock-saintsAllt þetta hófst með því þegar Troy Duffy tókst að landa fordæmalausan díl við Harvey Weinstein og opnuðust frægðardyr og tækifæri fyrir honum á mettíma. En Duffy er einn af þessum mönnum sem sá ekki sólina fyrir sjálfum sér, eigin hæfileikum og veraldlegu mikilvægi. Þó hæpið sé að kalla manninn ‘kvikmyndagerðarmann’ er öruggt að Duffy hafi þarna masterað glæsileg tök á því að vera egófífl. Þjónar þessi mynd virkilega vel því hlutverki að leiðbeina um hvað á *ekki* að gera og hvernig skal ekki hegða sér þegar skyndiathygli og rísandi frægð bankar að dyrum, eða ef þú lofar félögum þínum að þeir fái að meika’ða með þér.

Sagan af upprisunni og fallinu meiriháttar kostuleg og gefur allt aðra innsýn inn í költ-myndina sem hún hringsnýst um, og meira en helmingi skemmtilegri til gláps heldur en sú mynd. Myndefnið er oft spennandi og næst rýrnun heils vinasambands á kameru, enda myndin líka gerð af mönnum sem voru í hljómsveit Troys. Heildin er auðvitað sterkt lituð af perspektívi brenndu vinanna sem fengu ekki einu sinni þá lágmarksfrægð sem Duffy á endanum öðlaðist. En raunasaga ferilsins og skapstóra sjálfumgleði Duffys svarar fyrir sig sjálfa, og leynir það sér ekki að hann hafi verið sinn stærsti aðdándi (og vildi sjálfur meina á þessum tíma að The Boondock Saints væri ein besta indí-mynd sem gerð hefur verið).

„Ekki vera fífl“ eru líklega bestu og einföldustu skilaboðin sem má finna í þessari heimildarmynd, og á því sviði, eins með myndefninu sem hún hefur að fela, er heildin geysilega fróðleg, undarlega skemmtileg og augnaopnandi.