“He knows your secrets.”

Robin Williams verður lengi saknað en núna eru þrjú ár frá fráfalli hans. Williams var þekktastur sem grínleikari en sannaði það árið 1997 með Good Will Hunting að hann gat líka verið frábær dramatískur leikari. Árið 2002 fór hann skrefinu lengra með bæði Insomnia og One Hour Photo sem báðar eru algjörir gullmolar.

Hér leikur Williams einmanna mann sem starfar við framkallanir og tekur starf sitt mjög alvarlega. Hann fer svo að tengjast einum viðskiptavin á mjög óðelilegan hátt og allt saman er mjög creepy. Þessi mynd eldist mjög vel og stendur sem minnisvarði um þennan frábæra leikara. Ef einhver átti þessa eftir gæti verið góð hugmynd um að framkalla nokkra myndir um jólin.

“The things you’re most afraid of have already happened.”

Leikstjóri: Mark Romanek (Never Let Me Go)