Það hefur ekki verið skortur á stórum Hollywood-tökuliðum hér á landi undanfarin ár (eða bara á þessu ári einu ef við gleymum ekki Furious 8) og nú hefur Vulture greint frá því að áttundi kafli Star Wars-seríunnar verði skotinn hér á landi, og í London að auki. Myndin verður frumsýnd í lok maí á næsta ári.

Starkiller-baseTil gamans má geta að Star Wars: Episode VIII er þriðja myndin í þessari seríu sem flytur tökur sínar hingað á Klakann. Nokkrar senur úr The Force Awakens voru teknar upp hér (við Mývatn og Kröflu) og mun glitta eitthvað í landslagið í sjálfsstæðu sögunni Rogue One, sem væntanleg er í desember á þessu ári.

Rian Johnson (Brick, Looper) skrifar handritið og leikstýrir áttunda kaflanum sem enn hefur ekki fengið nafn og má gera ráð fyrir að flestir leikararnir úr þeim síðasta rati aftur á skjáinn, þar á meðal Daisy Ridley, John Boyega, Oscar Isaac, Gwendoline Christie, Mark Hamill, Carrie Fisher o.fl.