Þrátt fyrir betri dóma en margir bjuggust við fékk hin nýja Ghostbusters mynd ekki nema „lala“ opnun og lenti í öðru sæti á eftir Secret Lives of Pets með rúmar 46 milljónir í kassann. Margir kunna þó að spyrja er þetta skellur? Þetta er besta opnun leikstjórans Paul Feig og leikkonunnar Melissa McCarthy, tekjuhæsta opnun á leikinni gamanmynd í rúmt ár og á pari við tekju áætlanir sem gerðar voru fyrir frumsýningu.

46 milljónir dollara í bíómyndabransanum er ekkert til að hoppa húrra fyrir, sérstaklega ekki þar sem myndin kostaði Sony 144 milljónir plús rúmlega 100 milljónir í risavaxna markaðsherferð (hvað ætli trailerarnir hafi kostað?). Þrátt fyrir smá skell þá ætlar Sony sér að halda lífi í vörumerkinu og kasta teningunum á fjárhættuspili kvikmyndaiðnaðarins. Í viðtali við The Wrap sagði Rory Bruer, forseti alþjóðadreifingar kvikmyndaversins, sagði hann

„I expect ‘Ghostbusters’ to become an important brand and franchise, while nothing has been officially announced yet, there’s no doubt in my mind it will happen.“

Því miður hefur myndin verið bönnuð í Kína og þar með minnka tekjumöguleikarnir talsvert. Samkvæmt Hollywood reiknivélinni þarf myndin að græða 300 milljónir dollara til að koma út á sléttu og miklu miklu meira til að réttlæta framhald. Myndin á eftir að koma út á Íslandi og öðrum Evrópu löndum og því er hægt að krossleggja fingur og vona það besta (hvort sem það er framhald eða ekki).

Myndin hefur fengið afar misjafna dóma og segja sumir að hún sé betri fyrir annað kynið en hitt. Myndin verður frumsýnd á miðvikudag í bíóum landsins og þá verður forvitnilegt að vita hvort það sé satt eða ekki.