Leikstjórinn Matthew Vaughn (Kick-Ass, X: First Class) kom mörgum í opna skjöldu þegar hasarævintýramyndin Kingsman: The Secret Service leit dagsins ljós. Þetta var myndin sem Vaughn ákvað að hjóla í þegar hann sagði pass við X-Men: Days of Future Past, og allt virtist hafa blessast vel hjá báðum myndum.

Kingsman sló allavega óvænt í gegn, og hvort sem það hafi verið út af eitursvölu töktunum hjá Colin Firth (þessi kirkjusena er náttúrulega bara dásemd!), yfirdrifna hasarnum eða Samuel Jackson að flippa sem smámæltur skúrkur, er ljóst að áhorfendum langaði í meira.

Og meira fá þeir!

Í lok september sleppir Vaughn framhaldsmyndinni lausri. Hún hefur hlotið undirtitilinn The Golden Circle og fyrsta sýnishornið lofar strax meiri kaótík heldur en áður. Þarna mæta kunnugleg andlit ýmsum nýjum, þar á meðal Jeff Bridges, Julianne Moore, Halle Berry, Channing Tatum og m.a.s. Elton John.

Við spennt!