JKSIMMONSEflaust voru einhverjar Marvel-ýtur sem vonuðust eftir að hinn endalaust öflugi J.K. Simmons fengi að snúa aftur í Spider-Man heiminn í hlutverki J. Jonah Jameson, hlutverk sem hann gjörsamlega eignaði sér, enda ekki óvanur því að öskra. Það veitti honum Óskarinn.

En nú er DC-heimurinn búinn að hreppa þennan gæðaleikara og mun hann fara með hlutverk lögreglufulltrúans góðkunna, James Gordon. Simmons bætir til leiks í Justice League tvennunni sem nú er verið að undirbúa, og upphitun þeirrar epísku samkomu mætir í bíó núna 23. mars.

Seinast fór Gary Oldman frábærlega með sama hlutverk (nei, Gotham-þættirnir hræðilegu teljast ekki með). Zack Snyder leikstýrir auðvitað Justice League-myndunum og þó hann sé ekki beinlínis þekktur fyrir að fókusa á leikara sína er auðvelt að ímynda sér Simmons brillera í hlutverkinu.

Hvað DC heiminn varðar verður forvitnilegt að sjá hvernig tekst að stilla þessu upp með Batman v Superman. Varðandi Marvel… gangi þeim vel að finna nýjan Jameson.