Það er orðið árlegt trend núna að sjá eldri katalógu Disney teiknimynda flutta yfir í ‘live-action’ formið. Í fyrravor fengum við Öskubusku, nú í ár var það Jungle Book og næstkomandi mars stígur Emma Watson ásamt traustu liði leikara (þ.á.m. Luke Evans, Dan Stevens, Ian McKellen, Stanley Tucci, Ewan McGregor og Emma Thompson) í Beauty and the Beast.

Disney gáfu út lítinn tíser sem tengja endurgerðina við tónlist og umgjörð samnefndu teiknimyndarinnar, sem mörgum þykir ekki ósanngjarnt að kalla með þeim betri frá fyrirtækinu. Kitlan vekur þó upp nokkra töfra og forvitni fyrir útkomunni.

Leikstjóri Beauty and the Beast er Bill Condon (Dreamgirls, Breaking Dawn, Mr. Holmes)