“The closer you look the darker it gets.”

Tók annað áhorf á eina bestu kvikmynd síðustu ára, Nightcrawler. Jake Gyllenhaal gjörsamlega hverfur inn í hlutverk siðblinds fréttaupptökumanns. Það er auðvelt að sökkva inn í stigmagnandi atburðarrás og svo má ekki að gleyma að þetta er ein síðasta kvikmynd Bill Paxton. Ef einhver missti af þessari fyrir þremur árum væri ekki úr vegi að bæta úr því núna.

Myndin fékk eina tilnefningu til Óskarsverðlauna, fyrir handrit. Gyllenhaal hefði hiklaust átt að fá tilnefndingu, t.d. í stað Bradley Cooper fyrir American Sniper.

“Why you pursue something is as important as what you pursue.“

Leikstjóri: Dan Gilroy