„The wedding night, the anticipation, the kiss, the knife.“

The Night of the Hunter legendary mynd. Myndin fjallar um kaldrifjaðan morðingja sem svífst einskis til að fá peninga. Það sem kemur á óvart er að hann er líka sjarmerandi prestur og nokkuð virtur í þjóðfélaginu. Maður þarf svolítið að horfa á þessa mynd með sömu augum og Psycho, þ.e. þær eru barn síns tíma. Báðar myndir standast tímans tönn en áhrifamátturinn er ekki sá sami og þegar þær komu út. Áhorfendur í dag eru vanir miklu ofbeldi og það þarf helvíti mikið til að hreyfa við þeim. Það sem er áhrifamikið í þessari mynd er að það er verið að ógna börnum. Það er ekki eitthvað sem maður sér mikið af almennt og ef maður á börn eru áhrifin þeim mun meiri. Myndatakan er til fyrirmyndar í þessari mynd og Robert Mitchum er alveg frábær í aðalhlutverkinu. Mér fannst endirinn ekki nógu hnitmiðaður en þetta er klassík sem er alveg þess virði að leita uppi.

„It’s a hard world for little things.“

Leikstjóri: Charles Laughton