Marvel-aðdáendur hafa vel og lengi grandskoðað þennan glæsilega trailer sem sprengdi upp netið í smástund um leið og tveir hetjuþursar sáust vaða í hvorn annan.

Enn eru góðir fimm mánuðir í Captain America: Civil War, og þó stokkið verður yfir svona þetta helsta viljum ekki fara út í einhver über-djúp smáatriði, hvert skot fyrir sig – svona til að aðeins gefa rými fyrir fleira óvænt (og þar með verður fyrsta upplifunin enn betri!) og ekki maukstúdera söguþráðinn eða framvinduna.

Engu að síður… hendum okkur í fáeina lykilpunkta sem trailerinn henti framan í okkur.

 

Það fyrsta sem við heyrðum og rákum svo augun í er Herforinginn gamli Thunderbolt Ross úr The Incredible Hulk. Hann klæðist þó ólíkari fötum en við vöndumst í seinni Hulk myndinni eins og myndin hér að neðan sýnir.

thunderbolt

 

Iron Man með glóðuraugað

Hver gaf honum þetta fína glóðurauga sem hann ber með sér allan trailerinn? Var það upphafið á erjunum.

glóðurauga

Við fáum að sjá þegar skjöldur Kafteinsins og vænghaf Fálkans er fjarlægt af stjórnvöldunum og þá kemur upp fyrsta hindrunin og þeir verða að ná því aftur.

skjöldurinn fjarlægður

 

Team Cap

Með Kafteininum er auðvitað Vetrardátinn og Fálkinn en einnig Scarlet Witch. Það kemur ekki á óvart að hún velji hliðina sem er á móti afskiptum stjórnvalda en heyra má þegar Fálkinn segir við Kafteininn: “I just want to be sure you’ve considered all our options. Because people who shoot at you, usually wind up shooting at me too”. Má gera ráð fyrir að Fálkinn sé að fylgja honum af tryggð frekar en af sjálfstæðri ákvörðun?

team captain

 

Black Panther

Það er víst ekki nóg að hafa tvær meginpersónur Marvel í einni mynd á sitthvorum pólnum með sín sjónarmið heldur fáum við einnig að sjá Black Panther í fyrsta sinn. Einnig munum við fá okkar fyrstu kynni af Köngulóarmanninum en hann fékk ekki að koma fram í trailernum.

black panther

 

Iron Man og War Machine

Þessi mynd segir svo mikið en vonandi ekki of mikið. Að sjá Tony krjúpa hjá Rhodey vini sínum sem virðist annað hvort illa særður eða dáinn virðist fylla Járnmanninn ákveðinni hvatningu.

iron man og war machine

 

Járni gegn Vetrardátanum

Frost drepur járn í efnafræði og myndin er ansi hræðileg fyrir alla Tony elskendur í heiminum. Hvernig þessi bardagi endar mun án efa hafa áhrif á Kafteininn en hvaða áhrif.

winter vs iron

 

eða þetta….

2against1

„He is my friend,“ heyrist Kafteinninn segja við Stark þegar hann kemur Bucky sínum til varnar, og þá kemur Tony með dramatískt, öflugt mótsvar:
„So was I.“

Beint í kjölfarið sjást þessir tveir hermenn gegn einum Járna. Þessi slagur tæki styttri tíma ef þeir kæmu kallinum út úr búningnum.

 

Margir spurðu sig eflaust um fjarveru Kóngulóarmannsins en þetta er auðvitað bara smjörþefurinn af veislunni framundan.

Nú opnum við fyrir umræður og spyrjum ykkur hvað ykkur fannst standa mest upp úr?