Það styttist óðum í endurgerð Ghostbusters í leikstjórn Paul Feig og er Ghostbusters hópurinn nú aðeins kvenkyns á móti því að hafa verið aðeins karlkyns í upprunalegu myndunum. Myndin er væntanleg næsta sumar og er auglýsingarefni að byrja að streyma út. Fjögur glæsileg plaköt með aðalleikurum í fyrirrúmi voru að koma sem líta alveg hreint ótrúlega vel út. Á þessum plakötum má sjá glitta í stúlkurnar fjórar (Kristen Wiig, Melissa McCarthy, Leslie Jones og Kate McKinnon), lógóið fræga og grjóthart attitjúd sem gerir ekkert annað en að auka spennu fyrir því sem gæti orðið prýðilega heppnuð Ghostbusters mynd. Höldum bjartsýninni þangað til annað kemur í ljós.

Paul Feig hefur, eins og vitað er, orðið fyrir mikilli gagnrýni á vefmiðlum fyrir að ‘eyðileggja’ heilt kvikmyndamerki með því að ráða aðeins kvenleikara í aðalhlutverk. Einnig hefur Kristen Wiig orðið hissa á viðbrögðum fólks á vefmiðlum og harðorðum hatursbréfum. Þau segjast þó gera sitt besta í að sýna upprunalega efninu virðingu og vona að allir verði hæstánægðir með myndina.

Kemur í ljós í júlí hvort Peig hafi verið rétti maðurinn í þetta verk.

17-ghostbusters-001-nocrop-w529-h83581c4af35104fee1a523764c6546e5c99cd3f063c

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

72eab481f232226acd7d54fe8e6289c4bfe60ef8 9edc3bd973662d97d9141cfa48db474887dc5acb