Ghost in the Shell er bara rétt handan við hornið og vinir okkar hjá Nexus hafa lofað myndinni hástert og segja hana eiga erindi til allra sem elska upprunalegu anime-myndina, manga-sögurnar og samskonar kvikmyndir á borð viðBlade Runner, The Matrix og Robocop (’87 útgáfuna).

Nexus stendur allavega að einu forsýningunni á myndinni, sem haldin verður annað kvöld í Sambíóunum, Egilshöll kl. 20:00. Eins og fylgir hefðinni er að sjálfsögðu um hlélausa sýningu að ræða – og myndin verður sýnd í 3D.

Nánar um viðburðinn hér.

Frá og með deginum í dag fengu erlendir gagnrýnendur leyfi til þess að birta dóma sína um myndina (þó stór hluti þeirra hefur ekki enn fengið að sjá myndina – sem gæti hafa verið rangt múv að hálfu Paramount fyrir umtal myndarinnar).

Fyrstu viðbrögð eru í jákvæðari kantinum og keppast menn um að lofa útliti og stíl myndarinnar. Þegar þessi texti er ritaður er Ghost in the Shell með „ferskan“ tómat á vefsíðunni Rotten Tomatoes. Hér er brot af því sem verið er að segja:

 

„It’s the shiniest of kit; whether the emotions are stirred is another matter.“ – Indiewire

 

„Led by a resolute Scarlett Johansson, Rupert Sanders’ pulse-quickening, formally stunning live-action take on the manga classic both honors and streamlines its source.“ – Variety

 

„Not the most original film you’ll see this year, but Ghost in the Shell’s visually stunning sci-fi world demands to be seen on the big screen.“ – Total Film

 

„For Johansson, this could easily be a franchise in the making, her own futuristic, post-human equivalent of a John Wick or Bourne.“ – Daily Telegraph

 

„No amount of whispered, meaningful monologue can hoodwink the viewer into believing that this movie is anything more than an shapely, empty vessel with delusions of existential sci-fi grandeur.“ – Little White Lies

 

„Trite characters, very well-worn clichés of SF cinema, and a mystery that is completely transparent. All about production design, and even that is familiar.“ – Flick Filosopher

 

„A heavily computer-generated enterprise with more body than brains, more visuals than ideas, as if the original movie’s hard drive had been wiped clean of all that was dark, poetic and mystifying.“ – Hollywood Reporter

 

Smellið hér ef þið viljið sjá samanlagðar 8 mínútur úr myndinni.