Neighbors, eða Bad Neighbors, eins og hún hét hérna heima er tekjuhæsta kvikmynd Seth Rogen frá upphafi og er því ekki skrítið að það styttist í framhald. Sýnishorn er nýkomið út og gefur okkur gott smakk á því sem verður í boði í (Bad) Neighbo(u)rs: Sorority Rising.

Rogen og Rose Byrne virðast loksins vera laus við háskólapakkið sem hrellti þau í fyrri myndinni þegar vill svo til að hópur háskólastelpna flytur inn í næsta hús, og er ekkert í fyrirstöðu hjá systrafélaginu annað en að halda taumlaus partí og gefa skít í nágranna. Chloë Grace Moretz stýrir systrafélaginu og snýr Zac Efron aftur til að aðstoða hjónin við að slútta djamminu. En eitthvað verður það hægara sagt en gert…

Fyrri myndin fékk ágætar viðtökur en fyllti þá verulega mörg sæti og verður gaman að sjá hvort að þessi nái að toppa forverann, eða í það minnsta jafna hann.

Sýnd í maí.