“Everyone is a Suspect.”

Skáldsaga Agatha Christie, Murder on the Orient Exress frá 1934, hefur nokkrum sinnum verið gerð að kvikmynd, bæði fyrir sjónvarp og stóra tjaldið. Kenneth Branagh er frægur fyrir að ráðast á risastór verkefni eins og leikrit William Shakespeare, Grímsævintýri og ofurhetjuna Thor. Hér finnur hann sinn innri Hercule Poirot og hleður í rosalega mottu í þessu mikla lestarævintýri.

Þessi mynd er útlitslega mjög flott og það er varla þverfótað fyrir stórum leikurum. Engu var til sparað en þó vantar eitthvað. Mér fannst vanta einhvern drifkraft og spennu í söguna. Allir reyna sitt besta og það má finna ýmislegt jákvætt til að hafa gaman að en mig langaði í meiri neista.

“I have lived long enough to know what I like. What I dislike, I cannot abide.”

Leikstjóri: Kenneth Branagh (Henry V, Hamlet, Thor, Cinderella)