hillaVídeóleigan eins og hún leggur sig hefur verið í mikilli útrýmingarhættu síðustu árin og nú fara þær bráðum endanlega að tilheyra fortíðinni með lokun stærstu leigunnar á landinu.

Um áramótin hyggst Laugarásvídeó loka dyrum eftir nærri 30 ára starfssemi. Hins vegar fá íslenskir kvikmyndaáhugamenn og safnarar tækifæri til þess að gæða sér eitthvað á einu merkilegasta kvikmyndasafni Íslands, sem nemur hátt í þrjátíu þúsund titla.

Um leið og við þökkum öllum þeim tugþúsundum sem hafa verslað hjá okkur í gegnum tíðina, þá viljum við benda á það að nú gefst frábært tækifæri til þess að eignast hlut í leigunni með því að koma og kaupa eitthvað af þeim tugþúsundum titla sem leigan á. DVD diskar fást stakir á 600 krónur og blu-ray diskar á 1200 krónur. Auðvitað er síðan hægt að semja ef um magninnkaup er að ræða.
Okkur hlakkar til að sjá ykkur sem allra flest og þökkum allt hið liðna.

Þetta stendur á Facebook-síðu leigunnar, en þegar nær dregur segir sig sjálft að við taki „fyrstur kemur, fyrstur fær…“ reglan.