“Seeing is believing.”

Mother með upphrópunarmerki er nýjasta kvikmynd Darren Aronofsky. Myndin er áhrifarík og oft á tíðum erfið fyrir áhorfandann en mér fannst hún minna á lifandi martröð eins og stundum hefur sést í kvikmyndum David Lynch, þá fyrst og fremst Lost Highway og Mulholland Drive. Myndin hefur tvístrað áhorfendum og fengið mjög misjafnar viðtökur. Hún er troðfull af myndlíkingum og þá má eflaust túlka hana á ýmsa vegu.
Spoiler – Svo virðist sem að Javier Bardem sé Guð og sveitasetið Jörðin. Ég skildi það þannig að Jennifer Lawrence væri móðir Jörð eða móðir náttúra. Ed Harris og Michelle Pheiffer eru Adam og Eva og misþyrming á húsinu táknar mengun og slæm notkun auðlinda Jarðar. Steinninn er forboðni ávöxturinn og fjöldinn táknar svo offjölgun mannkyns.

Mér fannst þetta virkilega góð mynd. Allir leikarar eru mjög góðir og Lawrence ætti að krækja sér í aðra tilnefningu til Óskarsverðlauna. Myndin hafði bein áhrif á mig og fékk mig til að pæla og spekúlera. Hún er sennilega of listræn fyrir suma og aðrir munu ekki þola að horfa upp það sem gerist í lokakafla myndarinnar. Þeir sem eru forvitnir ættu hinsvegar 100% að prófa.

“I wanna make a Paradise.”

Leikstjóri: Darren Aronofsky (Pi, Requiem For A Dream, The Fountain, The Wrestler, Black Swan, Noah)