Bíóvefurinn er gríðarlega mikill Danny Boyle- og Aaron Sorkin aðdáandi, og ekki síður þeirra daga þegar Michael Fassbender sýnir óbeislað hvað í sér býr.

Steve Jobs er að okkar mati ein af athyglisverðari myndunum í kvikmyndahúsum um þessar mundir og að því gefnu að okkur hefur borist safaríkt búnt af frímiðum, langar okkur að bjóða þér á hana.

„Leikreglur“ eru sáraeinfaldar. Sendu tölvupóst á tommi@biovefurinn.is og segðu okkur hver var fyrsta bíómyndin sem þú mannst eftir að hafa séð með herra Fassbender í aðalhlutverki.

Við drögum út fimm tölvupósta á hverjum degi út vikuna.

Gangi ykkur vel.