Einu sinni var Eli Roth talinn á meðal efnilegustu og forvitnilegustu leikstjóra samtímans, af þeim sem sérhæfðir voru í horror-geiranum. Hann var ekki lengi að komast í umræður eftir velgengni smámyndarinnar Cabin Fever, en stuttu eftir Hostel: Part II og áður en öllum varð skítsama um The Green Inferno eða Knock Knock fór umtalið að fjara út.

Annars, ef minningar þínar um Cabin Fever eru eitthvað óljósar, þá er á leiðinni endurgerð í bráð – framleidd af Roth – sem ætti að geta minnt þig á hvað það er sem þú ert ekki að missa af.

Cabin Fever kom út árið 2002 og fjallaði um skólafélaga sem leigja sér kofa á afviknum stað í skógi og kynnast furðulegum sjúkdómi eftir að vatnsbólið mengast og rólega helgin fer til heljar.

Um er næstum því beina endurgerð að ræða og styðst hún við upprunalega handrit Elis. Hins vegar verða eitthvað af nýjungum þarna líka, í formi vélbyssa og rotnandi hunds. Leikstjóri endurgerðinnar er nokkur Travis Zariwny

Aðspurður um hvers vegna leggja í endurgerð svaraði Eli þessu í samtali við Slashfilm:

„Travis had an amazing vision for my original script, and as a scary movie fan I really wanted to see it. I almost see this like re-staging a play, and I’m excited to see what ideas Travis and the cast bring to it. They’re all fans of the original and want to make a film that’s a new classic and I believe they will.“