“Stories are wild creatures.”

Af einhverjum ástæðum sleppti ég þessari mynd í fyrra. Ég hélt að ég vissi hvernig hún væri en það var alrangt. Þessi mynd er miklu betri en ég bjóst við og mig grunar að hún hafi farið framhjá mörgum. Myndin fjallar um strák sem er að glíma við miklar tilfinningar þar sem móðir hans er með krabbamein. Allt snýst um hans togstreitu og tilfinningaflækju sem hann kann ekki að greiða úr. Liam Neeson talar fyrir skrímslið sem er algjör unaður og amma stráksins er leikin af sjálfri Sigourney Weaver. Mæli með að gefa þessari séns, hún kom mér virkilega á óvart.

“Here is the end of the tale.”

Leikstjóri: J.A. Bayona (The Orphanage, The Impossible)