„The first female serial killer of America.“

Monster er ein rosalegasta fjöldamorðingja drama allra tíma. Það sem hefur hana upp á annað plan er það að þetta er sönn saga. Charlize Theron er ótrúleg sem Aileen Wurnos og vann verðskulduð Óskarsverðlaun fyrir þessa mynd. Christina Ricci er frábær líka en fellur í skuggann af Theron.

Þetta er konumynd. Tvö stærstu hlutverkin eru leikin af konum, leikstjórinn er kona og hún skrifaði líka handritið. Það er nokkuð óvenjulegt í kvikmyndum. Ég held að það þurfi fleiri konur í leikstjórastólinn sem gætu setið við hlið kvenna á borð við Sofia Coppola, Kathryn Bigalow og Mimi Leder. Þeir sem ekki hafa séð þessa mynd verða að bæta úr því sem fyrst.

„Fuckin’ office job! Who the fuck wants a job like that? You fuckin’ sit at a little desk, you got your little phone, you got your little fuckin’ piece of paper, your little pen, you write shit down, blah blah blah. Fuck, a monkey could do that shit man!“

Leikstjóri: Patty Jenkins (Wonder Woman)