“J. Paul Getty had a fortune. Everyone else paid the price.”

All the Money in the World er nýjasta kvikmynd meistara Ridley Scott. Þessi mynd er byggð á sannri sögu en það er eitthvað sem Scott hefur gert lítið af á ferlinum. Sagan fjallar um mannrán afabarns eins ríkasta manns allra tíma, J. Paul Getty. Þetta er mjög áhugavert efni og leikarar eru allir fyrsta flokks en taka þurfti stóran hluta myndarinnar upp aftur með Christopher Plummer í stað Kevin Spacey.

Myndin er auðvitað tæknilega vel gerð en hún er afskaplega hæg. Mér var farið að leiðast talsvert fyrsta klukkutímann en svo fór hún batnandi. Þetta er ekki mynd sem ég sé fyrir mér að horfa á aftur en sagan var samt góð og áhorfið þess virði.

“If you can count your money you’re not a billionaire.”

Leikstjóri: Ridley Scott (Alien, Blade Runner, Gladiator, Prometheus, The Martian)