„Deal with her.“

Molly´s Game er sannsöguleg mynd um Molly Bloom sem fór úr því að vera afrekskona í skíðaíþróttum í að skipuleggja og halda rándýr pókerkvöld með ríka og fræga fólkinu. Þetta er nokkuð brjáluð ævisaga sem minnti mig svolítið á myndir eins og American Made, þ.e. venjuleg persóna sem dregst inn í undirheima. Myndin er ansi skemmtileg og hélt mér vel við efnið öllum stundum. Jessica Chastain er mjög góð í hlutverki Molly og það var alltaf gaman að sjá hana rökræða við lögfræðing sinn, leikinn af hinum magnaða Idris Elba. Auk þeirra fáum við leikara eins og Kevin Costner, Michael Cera og Chris O´Dowd (úr IT Crowd). Mér fannst þessi bara mjög góð.

„Because it’s my name… and I’ll never have another.“

Leikstjóri: Aaron Sorkin (frumraun leikstjóra)