„Charles Grodin embezzled 15 million dollars. The mob wants him dead. The F.B.I. wants him alive. Robert De Niro just wants him to shut up.“

Í upphafi ferilsins var Robert De Niro þekktastur fyrir að leika harðjaxla í myndum eins og Taxi Driver og Raging Bull. Hann tók hinsvegar einnig að sér léttari hlutverk eins og í The King of Comedy og Midnight Run. Sú síðarnefnda fjallar um hausaveiðara sem tekur að sér að sækja fjársvikamann sem stal frá mafíunni. Atburðarrásin er hröð og skemmtileg og það er fullt af snilldar persónum. Samtölin eru frábær og sagan kemur sífellt á óvart.

„You ever had sex with an animal Jack? Remember those chickens on the Indian reservation? There were some good looking chickens there Jack.“

Leikstjóri: Martin Brest (Beverly Hills Cop, Scent of a Woman)