Þessi mynd var gefin út í tveimur hlutum en í raun er þetta ein löng glæpa EPIC, samtals 246 mínútur. Myndin fjallar um Jacques Mesrine sem er einn alræmdasti glæpamaður Frakka. Vincent Cassel er stórkostlegur í aðalhlutverkinu. Hann leggur allt í hlutverkið eins og alltaf og skilar mjög áhrifaríkri frammistöðu. Gérard Depardieu er líka á svæðinu sem einskonar guðfaðir. Yfirleitt er ég ekki mjög hrifinn af honum en hann var mjög svalur í þessari mynd.

Myndin var tekin upp á 9 mánuðum í öfugri röð svo Cassel gæti losað sig smá saman við 20 kílóin sem hann bætti á sig fyrir hlutverkið. Sagan er stöðug keyrsla full af hinum ýmsu ránum, fangelsisflóttum og skotbardögum. Mesrine sjálfur er heillandi persóna. Hann virkar stundum snjall en stundum nautheimskur og virðist komast af á viljanum einum saman. Allt í allt frábær glæpamynd.

„I don’t like the laws and I don’t want to be a slave of the alarm clock my whole life.“

Leikstjóri: Jean-François Richet (Assault on Precinct 13 – remake)