Það hefur komið einhverjum á óvart að það var kynnt framhald af hasarmyndinni Jack Reacher sem kom út um veturinn 2012 með Tom Cruise í aðalhlutverkinu. Stúdíóin Skydance og Paramount ákvaðu að tilkynna að vinnu við framhaldið eftir að myndin græddi vel yfir 200 milljónir dollara á heimsvísu gegn 60 milljón dollara framleiðslukostnaði.

Hérna er svo þetta eitursvala plakat

Jack Reacher: Never Go Back gerist um fjórum árum eftir atburði fyrri myndarinnar og fjallar um þegar Reacher snýr aftur á sína gömlu herstöð og kemst af því að gamall vinur hans úr hernum hefur verið handtekinn fyrir að selja upplýsingar til óvini bandaríska hersins.

Tom Cruise er einni sem snýr aftur úr fyrri myndinni, aðrir leikarar sem hafa bæst við myndina eru Cobie Smulders og Robert Knepper. Christopher McQuarrie snýr því miður ekki aftur í leikstjórastólinn þar sem hann er of upptekinn að gera allt tilbúið fyrir Mission Impossible 6, þar sem Cruise verður að öllum líkindum sportandi síða hárið. Edward Zwick leikstjóri stórmyndanna The Last Samurai og The Blood Diamond var ráðinn í hans stað.

Jack Reacher: Never Go Back kemur síðan í bíó hér á landi 21. október og undirritaður bíður mjög spenntur eftir myndinni þar sem honum fannst fyrri hin fínasta hasarmynd