„This is the truth. This is what’s real.“

Áður en Menace kom út var Boyz N The Hood óumdeildur kóngur „hood“ mynda, en það breyttist talsvert með þessari mynd. Það er samt varla hægt að bera þessar myndir saman. Báðar eru frábærar á sinn hátt en það er eitthvað við Menace sem er svo áhrifaríkt. Sagan flæðir mjög vel og það er fullt af fyndnum atriðum með ýmsum litríkum aukaleikurum.

Aðalhlutverkið er leikið af Tyrin Turner (Caine) sem er í raun óþekktur en þetta er eina myndin sem hann hefur verið í sem er virkilega góð. Eftirminnilegastur er samt Larenz Tate í hlutverki O-Dog. Hann er einfaldlega einn besti karaketer sem sést hefur í kvikmynd. Caine er sögumaður og honum er fylgt eftir í gegnum súrt og sætt. Eins og í flestum myndum af þessu tagi endar allt með einhverskonar skotbardaga og ákveðnum lærdóm sem persónur draga af honum.

Þrátt fyrir augljósar klisjur virkar myndin fersk eftir nokkrar áhorfanir og 24 ár. Ég held að lykillinn sé dáleiðandi voice-over sem er næstum á við The Shawshank Redemption. Menace er nútíma klassík sem hefur ekki verið toppuð síðan hún kom út.

„O-Dog was the craziest nigga alive. America’s nightmare. Young, black, and didn’t give a fuck.“


Leikstjóri: Albert Hughes & Allen Hughes (Dead Presidents, From Hell, The Book of Eli)