Memories of Murder, eða Salinui chueok, er frábær fjöldamorðingjamynd frá virta leikstjóranum Joon Ho Bong frá Suður Kóreu. Myndin gerist í frekar litlum bæ þar sem konur eru myrtar í hvert sinn sem það rignir. Sagan er nokkuð klassísk rannsóknarlögreglumynd en umhverfið og menningarmunurinn er það sem gerir myndina öðruvísi. Það er alltaf stutt í húmorinn og gaman er að fylgjast með aðferðum lögreglunnar, sem eru talsvert öðruvísi en það sem maður er vanur að sjá í hinum vestræna heimi. Þessi mynd er kannski ekkert brjálæðislega spennandi en hún er vel gerð og alltaf áhugaverð.

„I only beat you up because I care about you.”

Leikstjóri: Joon Ho Bong (The Host, Mother, Snowpiercer)