„Women want him for his wit. The C.I.A. wants him for his body. All Nick wants is his molecules back.“

Þetta er mynd sem ég hef alltaf haft gaman af eftir meistara John Carpenter. Mig grunar að hún sé talsvert vanmetin, kannski stimpluð sem ein af Chase grínmyndunum sem hittu ekki alveg í mark. Chevy Chase leikur hér, í nokkuð alvarlegu hlutverki, mann sem verður ósýnilegur og lendir í ýmsum ævintýrum í kjölfarið. Sagan er vel spunnin og með Chase eru topp leikarar á borð við Sam Neill og Darryl Hannah. Þessi mynd er tæknilega framúrskarandi, frábærlega leikin og þrátt fyrir að hafa elst örlítið er hún pottþétt skemmtun. Algjör gullmoli.

„Just tell her that you met someone, you really like him, you think it’s serious, he’s transparent..“

Leikstjóri: John Carpenter (The Thing, Halloween, The Fog…)