Fyrir utan díalóginn, handritið, persónurnar, leikaranna, bygginguna, svarta húmorinn og taumlausa prakkaraskapinn, hvað er það sem við elskum yfirleitt mest við betri Tarantino-myndirnar?

Músíkin!

Tarantino er þekktur fyrir það að skrifa inn í handritin sín hvaða lög eða gömul „sándtrökk“ hann vill nota yfir senunum og seinna meir skjóta þær í kringum músíkvalið. Það sést oft, og árangurinn kemur oftar en ekki vel út.

Eins og vitað er þá lak handritið að myndinni fyrir tæpum tveimur árum (það var á þeim tíma þegar QT ákvað að hætta við að gera hana) og, eins og búist, fylgdi heill listi af lögum með.

tarantino-songs-list

Smelltu hér til að skella þér beint á playlistann, stilltan upp í réttri (tíma?)röð.

 

Til gamans má annars geta að The Hateful Eight er ekki fyrsta myndin frá þessu ári til þess að notast við Ecstacy of Gold frá Morricone. Hin myndin er SpongeBob 2: Sponge out of Water.