Framleiðslan á Mad Max: Fury Road gekk ekki beinlínis hnökralaust fyrir sig og sat myndin á hillunni í fáein ár áður en hún varð loksins að veruleika. Fór hún svo í tökur árið 2012 og datt hún í langt eftirvinnsluferli og mætti ekki í kvikmyndahús fyrr en þremur árum síðar. „Það tekur heila eilífð að gera þessar myndir,“ sagði leikstjóri og annar skapari Max-seríunnar, George Miller, sem sjálfur er nýskriðinn á áttræðisaldurinn.

FURY ROADMiller var í viðtali við Page 6 þegar hann tilkynnti aðdáendum sínum þær fréttir að hann ætlaði sér ekki að vaða í fimmtu myndina (sem mun bera undirheitið The Wasteland), eitthvað sem kom mörgum aðdáendum á óvart þar sem hann hafði mikið daðrað við hugmyndina að snúa aftur. Lýst honum nú miklu betur á tilhugsunina að gera töluvert smærri mynd í staðinn. „Ég væri til í að skjóta mynd á iPhone,“ djókar hann, en vitað er að önnur Mad Max mynd verði gerð á næstu árum, með eða án hans.

*UPPFÆRT*

Miller hefur leiðrétt kvótið sitt opinberlega og sagði að orðin sín voru tekin úr samhengi. Hann ætlar svo sannarlega að snúa aftur víst, en erfiðin sem fylgja framleiðslu á einni Max-mynd hafa leitt til þess að hann vilji frekar gera smærri mynd fyrst og síðan snúa sér aftur að sandinum.

Goggi er ekkert að fara neitt… Þannig að óþarfi er að hringja í Gareth Evans eða tékka hvort Mel Gibson væri til í að leikstýra á ný.

 

Sökum allra þeirra tafa sem Fury Road lenti í er þegar búið að plana framhaldið. Handritið að The Wasteland er – að sögns leikstjórans – fullklárað.

Fury Road sat annars á ófáum topplistum gagnrýnenda á liðna árinu og margoft í efsta sætinu. Myndin er sömuleiðis tilnefnd til 10 (!) Óskarsverðlauna og er það meira en The Dark Knight gat nokkurn tímann dreymt um að fá.
Immortan Joe yrði sáttur.