(Með/á móti er fastur liður á síðunni þar sem tveir stjórnendur með ólíkar skoðanir á tiltekinni bíómynd segja nákvæmlega það sem þeim finnst (helst í 200 orðum eða minna) og er undir notendum komið að velja þá hlið sem er raunsærri, skemmtilegri eða meira sannfærandi. En svo er alltaf séns á því að skoðun þín sé mitt á milli)

the-boondock-saints-51835598284a8

The Boondock Saints hefur alltaf skipt fólki í tvær fylkingar: þá sem þola hana ekki, og þessa sem dýrka næstum því allt við hana. Myndin, eins og örugglega margir vita, fékk takmarkaða bíódreifingu í heimalandi sínu árið ’99 og sást t.d. ekki á Íslandi fyrr en á leigum árið 2001. Í gegnum árin hefur verið nær eingöngu hægt að uppgötva myndina heima í stofu. Það fer alls ekki á milli mála að hér sé mikill költari á ferðinni en statusinn hefur alltaf verið umdeildur. Oftast er þetta séð þannig að gagnrýnendur og kvikmyndaáhugamenn eru ekki hrifnir af henni en þeir sem gera e.t.v. minni kröfur sjá eitthvað í henni sem hinn hópurinn gerir ekki.

Annars verða umræður um Boondock Saints II og heimildarmyndina Overnight alveg í friði. Sú tvenna hefur margt að segja um aðdáendahópa fyrstu myndarinnar, leikstjórann og afraksturinn eins og hann er í dag.

 

Tveir dyggir nördar taka sitthvoru hliðina.

 

Hilmar Smári Finsen VS. Arnór Bjarki Hafsteinsson

 

Boondock-SaintsHilmar segir:

Hvað þegar þú færð kjaftforan hasarmyndafíkil til að gera sína fyrstu mynd án neinnar reynslu um hvernig á að gera mynd? Jú, Boondock Saints er nákvæmlega það sem gerist, en það er ekki meint á slæman hátt. Nýliðinn (á þessum tíma) Troy Duffy ætlaði sér að búa til mynd sem honum sjálfum langaði til að sjá og það gerði hann; töffaraskapur, hasar, húmor og óvenjulegir – en svalir – frásagnartaktar sem stela pínulítið frá Scorsese og Tarantino.

Handritið er engin snilld en söguþráðurinn er töff, vekur upp móralskar spurningar og vantar alls ekki eftirminnilegu atriðin, né senuþjófinn, sem er vissulega enginn annar en Willem Dafoe. Karakterinn hans er magnaður, yfirdrifinn og líflegur þótt það sé mest megnis í höndum MacManus-bræðrana að halda kúlinu uppi.

Bræðurnir eru svalir, hrokafullir og halda að ekkert geti stöðvað þá. Jafnvel þegar þeim mistekst tekst þeim að gera það á ótrúlegan brenglaðan og svalan hátt en það er eitt af ástæðunum fyrir að maður elskar þá. Það gerir þá mennska. Ef handritsgallar eru lagðir til hliðar er hrikalega erfitt að finna dauðan punkt í þessari mynd. Hvernig er það ekki öruggt merki um skothelda afþreyingu??

 

boondock_saintsArnór segir:

Ein af mörgum, mörgum ástæðum fyrir því að ég fíla ekki Boondock er út af því hversu rosalega heimskulegt allt „logic“ í henni er. Oft er í lagi að hafa lógík sveigjanlegja í kvikmyndum, en þegar mynd sem vill vera svöl og láta að einhverju marki taka sig alvarlega, verður svona heimskuleg þá hefur það mikil áhrif á heildarútkomuna.

Myndin verður alltof oft bjánaleg og fór mér að finnast hún fyndin á röngum forsendum. Myndin er einfaldlega of heimsk og of háð tilviljunum. Handritið hjá Troy Duffy er á mörgum stöðum hryllilega skrifað; til dæmis í klósettatriðinu. Setup-ið fyrir það atriði gefur skít í alla lógík bara svo hægt sé að klára atriðið á nákvæmlega þennan hátt. Þrjótarnir gátu vel drepið Murphy í íbúðinni, hefði það líka meikað meira sense þar sem þeir vildu að hinn bróðirinn myndi þjást. Af hverju þá fara með hann niður í húsasund í stað þess að drepa hann á staðnum? Jú, til þess eins að úr verði svalt atriði. Heimskulegt en svalt. Ég trúi ekki öðru en að hægt hafi verið að gera töff atriði sem væri þó aðeins snjallara.

Svona atriði eru víðsvegar í myndinni og í heildina er hún ein stór afsökun fyrir Duffy til að þykjast vera kúl. Myndin hefur samt Willem Dafoe,  hann er brilliant í hlutverki sínu sem ofurgáfuð og ofursamkynhneigð alríkislögregla og gefur hann Boondock Saints mikið.

HVORU MEGIN VIÐ LÍNUNA ERT ÞÚ?

 

_