3dea756ec8aa48c8a888ee92e92d7bd1Kung Fu Hustle (2004) er stórskemmtileg blanda af gamaldags bardaga(…og ‘gangster’-)mynd og… tja… teiknimyndastíl! Roger Ebert sagði í denn að hér væri ræma á ferð þar sem ‘Jackie Chan mætir Buster Keaton, Quentin Tarantino og Looney Tunes.’

Stephen Chow (sem t.a.m. gaf okkur hina ómetanlegu Shaolin Soccer) leikur sér með yndislega töff kjánalegheit og gefur okkur um leið afar frumlegar og grípandi bardagasenur.

Á þriðjudaginn næsta verður sérstakt Hefnendabíó á Húrra til að fagna desemberkomu og aðeins hlæja að því að sjá vitgranna gangstera lamda í spað.

Undirritaður sá þessa mynd í Regnboganum á sínum tíma en klárt mál er að þetta sé mikil stemmningarmynd sem á að njóta með góðum félögum. Húrra fyrir Húrra og Hefnendum fyrir að skella þessum event upp!

Ef þú hefur aldrei heyrt um þessa mynd, tékkaðu á þessum trailer og dillaðu þér við Ballroom Blitz: