Tveir af stærstu áhrifavöldum kvikmyndasögunnar (enn á lífi í dag þ.e.a.s.) eru án efa Martin Scorsese og Steven Spielberg. Tveir miklir þursar sem báðir flugu af stað á áttunda áratugnum og umbyltu heilu geiranna með sér.

Inland_Empire-754771206-largeHér setjast kapparnir gömlu fyrir framan fullan sal eftir sérstaka DGA sýningu á nýjustu mynd Spielbergs, Bridge of Spies. Myndin hreppti nýlega sex Óskarstilnefningar (þar á meðal fyrir besta frumsamda handrit, bestu tónlist og bestu mynd) og því mikið tilefni til að spyrja Spielberg spjörunum úr. Scorsese fer með hlutverk spyrils, með svipuðum hætti og þegar hinir meistararnir, Nolan og Tarantino, sátu og spjölluðu um The Hateful Eight.

Betra er auðvitað að taka það fram að miklu skemmtilegra er að horfa á þetta ef þú ert þegar búin/n að sjá Bridge of Spies (því miður hafa ekki mjög margir gert það, enda situr hún í dag á meðal tekjulærri mynda leikstjórans).

Annars, njótið!