Það er erfitt að ímynda sér virkara og þekktara tónskáld þegar kemur að stórum Hollywood-myndum í dag heldur en Hans Zimmer, sem oft tæklar fjórar til fimm kvikmyndir á ári.

En Hans er líka eina tónskáldið sem nú hefur samið tónlist fyrir Superman, Spider-Man og tvær gerólíkar bíótúlkanir á Batman, fyrst fyrir Dark Knight-þríleik Nolans og nú síðast deildi hann kreditinu með Junkie XL fyrir skorið úr Batman v Superman: Dawn of Justice. Auk þess gaf hann okkur músíkina fyrir Man of Steel og The Amazing Spider-Man 2 ásamt Pharrell Williams.

Ferilskráin er pökkuð og flott en Zimmer, sem bráðum nálgast sjötugsaldurinn, er alveg á því núna að kominn sé tími til að kveðja ofurhetjugeirann.

Tónsmiðurinn var í viðtali við BBC News 24 þegar hann flutti fréttirnar. Þá vaknar sú spurning á meðal DC-manna um hver tekur þá við til að semja músíkina fyrir Justice League myndirnar. Ætli Junkie fái djobbið?

 

Sjá má viðtalið við Zimmer hér, í skítsæmilegum gæðum…