“When you’ve seen it all, you’ll swear there’s never been anything like it!”

The Manchurian Candidate er pólitískur tryllir frá tíma kalda stríðsins þar sem ótti og hystería er í algjöru hámarki. Myndin gerist í kjölfar Kóreustríðsins þar sem bandarískir hermenn voru heilaþvegnir og notaðir sem leynimorðingjar gegn vilja þeirra.

Frank Sinatra er stærsta nafnið, en aðhlutverk myndarinnar er í höndum Laurence Harvey sem stendur sig mjög vel. Myndin var frekar ódýr en næstum helmingur af kostnaði við myndina fór í laun til Sinatra. Þetta er vel gerð og áhugaverð mynd en maður finnur fyrir aldrinum. Mæli samt með að kíkja á hana.

Myndin var endurgerð árið 2004 með Denzel Washington í aðalhlutverki.

“His brain has not only been washed, as they say… It has been dry cleaned.”

 

Leikstjóri: John Frankenheimar (Ronin, Reindeer Games)