„When these three oddballs try to play hardball, the result is totally screwball.“

Major League hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Sagan fjallar um þetta týpíska underdog íþróttalið sem vinnur sig upp en frábærar persónur og gott handrit gerir hana að klassík. Charlie Sheen, Tom Berenger, Corbin Bernsen, Wesley Snipes og Rene Russo eru öll á svæðinu. Það má segja að Berenger sé aðalhlutverkið. Hann er sá eini sem hefur eitthvað að gera utan vallar, þ.e. að reyna að ná aftur í fyrrverandi eiginkonuna leikin af Russo. Charlie Sheen er samt stjarnan með rebel klippinguna og eyrnalokkinn, WILD THING! Þessi mynd er talsvert dramatísk en líka mjög fyndin. Manni er annt um persónur og vill að liðinu gangi vel. Ef þið hafið ekki séð hana, gerið eitthvað í því.

„The American Express Card. Don’t steal home without it.“

Leikstjóri: David S. Ward (King Ralph)