„A man’s got to know his limitations.“

Eitt það skemmtilega við Dirty Harry myndirnar er að framhaldsmyndirnar eru allar með sinn sjálfstæða titil. Magnum Force er sem sagt Dirty Harry 2. Allar þessar myndir eru sjálfstæðar en með sameiginlegu þema sem snýr að baráttunni við kerfið. Vangeta réttarkerfisins og laganna til að halda uppi friði gerir Harry lífið leitt og í þessu tilviki vondu köllunum líka. Í þessari mynd fer gengi af mönnum í gervi mótorhjólalögreglu um göturnar og myrðir glæpamenn. Þar sem þeir eru að hreinsa göturnar eins og Harry verður spurningin því, mun hann berjast gegn þeim eða hjálpa þeim? Þetta er hröð og spennandi mynd með Clint Eastwood í fantaformi!

„Nothing wrong with shooting as long as the right people get shot!“

Leikstjóri: Ted Post (Beneath the Planet of the Apes, Hang ‘Em High)