autEins og margir vita hafa þeir Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón verið afskaplega duglegir að standa að Svörtum sunnudögum í Bíó Paradís. Þar hefur hver klassíkin eða költ-myndin á eftir annarri fengið að njóta sín í stórum sal og góðu krádi, enda kvikmyndahúsin ekki bara til að sýna eingöngu það nýjasta.

Unnendur japanskra horror-perla geta heldur betur hlakkað til óbjóðsins sem er framundan því á dagskránni er hin óviðjafnanlega Audition (’99) frá Takashi Miike. Víða um er þetta talin ein af betri myndum leikstjórans og hafa menn á borð við Quentin Tarantino ekki hikað við það að kalla hana eina af albestu og mest skerandi ‘hrollvekjum’ seinustu 20 ára.

Ef þú hefur aldrei séð Audition er þetta kjörið tækifæri til þess að grípa félaganna og kippa því í lag. Hafið það sterkt í huga að myndin er alls ekki fyrir viðkvæma. Sýningin verður 16. nóvember kl. 20. Nánari upplýsingar á Facebook-eventinum.

Annars má ekki gleyma veggspjaldinu, en frá því að Svartir sunnudagar voru stofnaðir hefur alltaf verið sú hefð að listamenn geri plakötin fyrir sýningarnar. Hönnuður Audition-plakatsins er Rán Flygenring