The Professor And The Madman er mynd sem ekki margir hafa heyrt um en aðallega vegna þess að ekki er mikið búið að fjalla um hana.

Myndin fjallar um prófessorinn James Murray, sem byrjaði að safna saman orðum Oxford orðabókina árið 1857, sem er eitt mesta afrek sem okkar samtíma. Murray fær hjálp frá Dr. W.C. Minor, sem hjálpaði að setja meira en 10.000 orð og þeirra meiningar en var samt á þeim tíma líka á geðveikrahæli fyrir glæpamenn.

James Murray mun vera leikinn af Mel Gibson, sem hefur reynt að fá þetta verk í gegn frá árinu 1998. Sean Penn mun leika W.C. Minor og Natalie Dormer mun leika ekkju eitt af fórnarlömbum Minor. Gibson mun ekki leikstýra myndinni heldur hefur hann fengið leikstjórann Farhad Safinia í það verk.

The Professor And The Madman mun fara í tökur seinna í þessum mánuði. Á meðan getur fólk kíkt á Blood Father til að sjá Mel Gibson sýna frábæran leik sem faðir að hjálpa dóttur sinni flýja undan glæpamönnum. Síðan er nýjasta leikstjóra verk hans, Hawksaw Ridge, að frábæra dóma og á að koma til landsins í nóvember.